laugardagur, apríl 26, 2003

Mafia
Fyrir nokkrum vikum var mér kennt að spila sálfræðitryllinn Mafíu og þykir mér furða að ég hafi ekki skrifað um það fyrr, því leikurinn hefur kveikt hjá mér fíkn. Í stuttu máli gengur Mafía svona fyrir sig:

Aðiljar draga sig í hlutverk mafíu, borgara eða leynilögreglu. Leikendur reyna svo að komast að hlutverki hinna, brugga launráð og afhjúpa samsæri uns eftir standa sem sigurvegarar ýmist mafiusamtökin eða borgararnir.

Að sjálfsögðu er alltaf hætta á vinslitum, brostnum hjörtum og varanlegum sárindum en áhættan fellur í skugga skemmtanagildisins. Ég legg fram að stofnaður verði klúbbur að nafni Mafía Íslands og jafnvel að farin verði Mafíuferð í Selið (-:

Engin ummæli: