mánudagur, apríl 28, 2003

Súkkulaði

Vegna skrifa Alexöndru Kjeld finn ég mig knúna til að lýsa sterkustu súkkulaðireynslu sem ég hef upplifað. Þannig var að ég hafði setið daglangt á Íþöku við próflestur og skyndilega byrjaði líkami minn að æpa eftir mjúku og ríku súkkulaði. Þrátt fyrir ítrekaðar tiltaunir tókst mér ekki að kæfa þessa löngun og hljóp niður á Lækjartorg. Ég beið með að stinga fyrsta Minstrelsmolanum upp í mig þangað til ég var sest aftur og þá gerðist það;

Það var sem heitur straumur færi um líkama minn, ég fann unaðinn sprautast um æðarnar lengst niður í fingurgóma og fylltist djúpri sælu og hugarfróun sem slakaði á öllum vöðum líkamans...

Hvorki fyrr né síðar hef ég fengið jafnsterka súkkulaðifullnægingu og þessa, en nýt þess þó ávalt. Súkkulaði er nautn.

Niðurstaða þessa pistils er því sú að farin verði súkkulaðiferð í Selið.

Engin ummæli: