miðvikudagur, maí 07, 2003

Áðan kom ung sjálfstæðiskona í heimsókn til mín með bækling í farteskinu og hvatningarorð um að nýta kosningarétt minn því annað væri asnalegt. Svo fór ég á reukjavik.is til að athuga hvar nákvæmlega ég á að kjósa. Tölvan tilkynnti mér hinsvegar harðneskjulega að ég væri ekki á kjörskrá. Mér fannst það frábært, að vera svona geðveikt sérstök að þeir hefðu gleymt mér og ég þyrfti að hringja einhvert og vera með vandræði. Góður maður benti mér hinsvegar á að ég bý í Mosfellsbæ. Auðvitað. Ég fæ aldrei að vera með í því sem Reykjavíkurkrakkarnir gera. Fæ ekki einu sinni að vera á atvinnisleysiskrá hjá Hinu húsinu. En ég mun ganga hnarreist til kosninga í Varmárskóla á laugardaginn, stolt af Mosfellskum uppruna mínum.

Engin ummæli: