miðvikudagur, maí 07, 2003

Ekki minn tebolli
Þegar ég kom heim í dag eftir langa fjarveru var búið að henda tannburstanum mínum. Ég fékk á tilfinninguna að ég væri ekki velkomin hér lengur, hversu ósvífið er það að henda annarra manna tannburstum að þeim forspurðum? Tannburstinn er ein af persónulegustu eigum fólks og jafnframt eitt af fyrstu mununum sem eiga sér fastan samastað á nýju heimili, breiða út faðminn og segja "Velkomin(n) heim húsfreyja/bóndi!" Auk þess hafa 6 manns sofið í rúminu mínu síðan ég skipti síðast um á því og það þykir mér miður geðslegt. Þrátt fyrir allt hef ég enga sérstaka löngun til að flytja að heiman, eins og svo margir jafnaldrar mínir. Ég bara finn það ekki í mér strax. Finnst peningunum mínum betur varið í annað en klósettpappír og seríós. Auk þess er fasteign ekki góð fjárfesting nema hún sé keypt til eignar og helst til útleigu á ný. Þúsundkallarnir sem fara í leigukostnað í hverjum mánuði koma aldrei aftur og skila engu til baka. Þá vil ég frekar kaupa þegar ég hef ráð á því og sönn nauðsyn krefur.

Beygingarmynd kvöldsins: Vöðva

Engin ummæli: