laugardagur, júní 28, 2003

Önundur...

...er farinn. Í þetta skiptið var fyrirvarinn í lengra lagi, þ.e. 3 sólahringar. Það var mjög gott. Samt finnst mér frekar skítt að hann skyldi fara í gær, við bjuggumst ekki við skipinu svona snemma og vorum búin að plana þessa blessuðu fríhelgi mína. Ég búin að hlakka mikið til. Að vissu leyti er samt gott að hann fór snemma, því þá kemur hann vonandi fyrr heim og þá höfum við nokkra daga áður en ég fer til Krítar. Ætli ég hafi ekki þroskast undanfarið ár, eða sambandið eða epli. Eitthvað hefur a.m.k. breyst því í fyrrasumar grenjaði ég eins og hlandblautt braggabarn fyrstu vikuna en núna sýni ég mikla stillingu með framúrskarandi jafnaðargeði. Ég hef ákveðið að gera eftirfarandi í júlímánuði:

1. Taka á mig allar aukavaktir í Víðinesi og alla vinnu í bíóinu sem mér býðst.
2. Lesa eins mikið og ég get.
3. Fara vestur með ömmu og afa.

Svo þarf ég líka að muna að það er hann Önni blessaður sem fer á sjóinn, ég er bara heima ennþá í vellystingum. Svo myndi maður kannski halda að særokið gerði hann að ísköldum harðjaxli, þegar raunin er sú að hann er sú allra blíðasta, velviljaðasta og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Góður strákur hann Önni.

Ég ætlaði víst að blogga um líknardauða en nenni því ekki.

Beygingarmynd dagsins...
...er tileinkuð dr.Braga Diskó-snaga; kúktu

Engin ummæli: