mánudagur, júlí 14, 2003

Öfund

Öfundsýki hrjáir mig mikið á sumrin. Mér finnst grasið alltaf grænna hinum megin við lækinn og allir vera að gera eitthvað skemmtilegra en ég. Ég öfunda evrópuflakkarana alla saman svo mikið að ég er alveg græn í gegn. Svo er dagamunur á því hvort mig langar til Krítar eða ekki, annan hvern dag sé ég eftir peningnum og finnst ég hefði bara átt að sleppa þessu, en hina dagana hlakka ég mikið til.

Í vinnunni í gær var mér tilkynnt að ég væri duglegur og samviskusamur starfskraftur og ynni vel. Það var gott að heyra það og mjög hvetjandi. Við ættum að gera meira af því að útdeila hrósi.

Skemmtilegt: Conversation / conservation

Engin ummæli: