fimmtudagur, júlí 31, 2003

Æðislegt æði

Í vinnunni í dag fór ég að rifja upp hin ýmsu æði sem hafa runnið á Íslendinga frá því ég man eftir mér. Tímabil þar sem eitthvað eitt fyrirbæri, oftar en ekki sérlega hallærislegt eftir á að hyggja, heltekur alla. Einhverra hluta vegna hefur mér aldrei tekist að vera þáttakandi í þessum æðisköstum, en ég man eftir ýmsu sem þögull áhorfandi. Skiljanlega man ég helst eftir krakkatískubylgjunum;

Skotthúfurnar; þessar löngu sem allar stelpur áttu og strákarnir kipptu þeim af og hlupu með burt í frímínútum.
Plastsnuðin; af mörgum stærðum og litum sem aðallega stelpur söfnuðu um hálsinn.
Armböndin sem voru stíf en smullu utan um úlnliðinn ef maður lamdi á hann...þið vitið
Törtles tyggjólímmiðarnir
Körfuboltamyndirnar

Stiga-sleðarnir, sem mér hlotnaðist aldrei að eiga, mér dugði snjóþota.
Poxið
Vinaböndin
Smellubuxurnar

Nafnahálsmenin, ég fékk reyndar svoleiðis í afmælisgjöf.
Buffalo-skórnir
Fruit of the loom peysurnar
sem fólk klæddist hverri utan yfir annarri, gjarnan þeirri ystu öfugri.
"Tag"-merkin, allir þurftu að gera sér slík merki og krota út um allt.
Japönsku tölvugæludýrin
Kraft-gallarnir
Chupa-chups sleikjóarnir, þessir risastóru.
Hvítu augnblýantarnir

Og eflaust eitthvað fleira sem ég ekki man. Þessi tískufyrirbrigði náðu hinsvega mismikilli útbreiðslu. Köruboltamyndirnar hljóta að eiga vinningin sem mesta goðsögnin. Ég hafði reyndar aldrei heyrt um körfubolta og vissi ekki að íþróttin væri til, fyrr en Jordan-æðið reið yfir. Af fullorðinstískufyrirbrigðum man ég helst eftir þessum:

Verslunarferðirnar til Glasgow
Fótanuddtækin
Tupperware
Sveppurinn,
þarna sem maður andar að sér
Herbalife

Engin ummæli: