laugardagur, júlí 05, 2003

Áðan varð ég vitni að geitungsstungu í fyrsta skipti. Fórnarlambið var Snæbjörn Guðmundsson, eða réttara sagt hægri fótur hans, þar sem setið var við matarborð Maack-fjölskyldunnar að Bergstaðarstræti og svört hrísgrjón snædd. Fyrir mitt leyti var þetta skemmtileg lífsreynsla, toppaði jafnvel bollatækið sem ég borgaði 400 krónur fyrir í Tævolæinu í Smáralind nokkru seinna. Liðið sem ég sá þar er fólk sem ég gleymi að er til fram á miðnætti 17.júní og á Eldborgarhátíðum, ef ég færi á slíkar. Afskaplega steiktur flokkur ungs fólks.

Nýjustu fregnir af úthafinu herma að Þerney sé á leið í slipp í júlí og því verði þessi túr Önundi ekki nógu mikil ferð til fjár. Skipið kemur þá í land í kringum þann tuttugasta sem er eiginlega óheppilega snemmt. Mér finnst reyndar allt annað en slæmt að fá drenginn til mín, en óneitanlega væri fjárhagslega betra ef hann yrði 5 vikur eins og í fyrra. Gervihnattasíminn virðist ekki virka sem skyldi, Önni rétt náði að segja mér að hann hefði dreymt kvenmann í klefanum sínum, þegar sambandið slitnaði. Ég verð víst að bíða í viku eftir nánari útskýringum á þessari ókunnu konu.

Annars verð ég að lýsa yfir svekkelsi mínu vegna þessarar SMS-hátíðar í Þjórsárdal. Ekki fékk ég neitt sms.

Beygingarmynd dagsins: Taus

Engin ummæli: