þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Píkan

Af hverju er snípurinn svona langt frá leggöngunum? Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvort þetta séu einhver mistök frá náttúrunnar hendi eða hvort ástæða sé fyrir þessari heimskulega staðsetningu. Samanborið við kónginn er þetta fullkomleg ósanngirni, hann fær að vera í suðupunkti í öllum hasarnum allan tímann, sama hver stellingin er. Snípurinn og kóngurinn eru sama líffærið á fósturstigi, hvers vegna er snípurinn skilinn út undan þegar á reynir? Er þetta kannski einhver þróun til þess að konur njóti kynlífs ekki of mikið og hætti að nenna að stunda það, til að draga úr hættu á ótímabærum getnaði? Náttúruleg getnaðarvörn? Jæja því miður móðir náttúra, ég læt ekki stöðva mig!

Beygingarmynd dagsins: Speli

Engin ummæli: