miðvikudagur, október 08, 2003

Sögur af systkinum II
Já ég hef margar sögur að segja af systkinum mínum. Víkur nú sögu að laugardagskvöldi. Kári bróðir hefur þá sérvisku að taka símann sinn alltaf með sér á salernið, og jafnvel heimilissímann líka (þráðlausa) þannig að ef spurt er eftir öðrum en honum neyðist hann til að svara:

"Hún/hann hringir í þig þegar ég er búinn að kúka"

eða þá ljúga. Hvað sem því líður. Á laugardaginn var Kári á klósettinu og síminn hringdi. Afar líklega stúlka. Sturla, eldri og þroskaðari bróðirinn sá sér leik og borði og gargaði inn um hurðina:

Sturla: "ERTU AÐ VERÐA BÚINN AÐ KÚKA?"
Kári: "Uuuuuu...."
Sturla: "ERTU MEÐ NÓG AF KLÓSETTPAPPÍR?"
Kári: "JÁ FARÐU!"

Tel ég að þar með hafi Sturla spælt dreng þann. Vonandi getur samt stúlkan umborið það að Kári kúki eins og allir aðrir, þótt hann sé sætur. Annars væri hún alls ekki verðug litla bróður míns.

Engin ummæli: