föstudagur, október 03, 2003

Beygingarmynd dagsins...
...hefur oft skotið upp kollinum á þessari síðu, en ég er enn ekki viss hvort lesendur skilji til fulls meininguna með þessum lið. Hvað er svona merkilegt við beygingarmynd dagsins? Að sjálfsögðu eru ástæðurnar margþættar. Augljóstust er auðvitað stafsetningin, en beygingarmyndir dagsins innihalda oftar en ekki skemmtilega samhljóðaklasa sem gleðja margan manninn. En til þess að njóta beygingarmyndarinnar til fulls þarf eiginlega að gera meira en bara lesa hana og halda svo áfram með daglegt líf. Trikkið er að taka hana algjörlega úr samhengi. Lesa nafnorð sem lýsingarorð og lýsingarorð sem sagnorð. Ímynda sér að orðið sé af öðru, óþekktu tungumáli. Lesa það með röngum áherslum. Aðeins þannig næst fullur skilningur á fáránleika beygingarmyndarinnar, og aðeins þannig kemst skemmtanagildið fullkomlega til skila.

Beygingarmynd dagsins: Gagna

Engin ummæli: