mánudagur, október 27, 2003

Á bókhlöðunni mæti ég iðulega ungum háskólapilti sem ég gruna fastlega um að vera blábjáni. Hann er hávaxinn, ljóshærður og án efa efni í karlfyrirsætu, enda er honum einkar lagið að setja stút á munninn eins og hann fari með orðið "kjöt" í hljóði. Mögulegt er að ég sé gegnumsýrð af fordómum gagnvart fallegu fólki, en ég flissa alltaf í huganum þegar ég sé hann. En þó ég telji líklegt að hann sé sauður er þó rétt að ítreka að hann er örugglega ekki vondur maður.