sunnudagur, nóvember 30, 2003

Fasismi

Að raða inn í möppur veitir undarlega ánægju og fróun. Rétt í þessu var ég að ljúka við eina slíka innröðun og fann fyrir gamalkunnri sigurtilfinningu. En það er ekki nóg með að ég njóti þess að raða inn í möppur, það pirrar mig líka mjög þegar aðrir eru ekki með möppur. T.d. Margrét sessunautur minn, hún notar ekki möppu og alltaf þegar blaðabunkinn flæðir út úr töskunni hennar þarf ég að bíta mig í tunguna, líta í hina áttina og hugsa um skyr eða eitthvað til að halda góða skapinu. Það var bara núna nýlega sem ég áttaði mig á þessari áráttu. Þetta háir mér nú ekkert í raun, en samt er stór biti að kyngja að ég skuli ekki vera eins afslöppuð að eðlisfari og ég hélt mig. Ég er möppufasisti.

Engin ummæli: