þriðjudagur, desember 02, 2003

Fjölmiðlar

Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá bandarískum manni sem var laminn til bana af 6 lögreglumönnum. Síðan var sýnd myndbandsupptaka af því sem var frekar leiðinlegt að horfa upp á. Á mbl.is birtist sama frétt nema orðuð aðeins öðruvísi:

...þeldökkur maður sem lést eftir átök við tvo hvíta lögreglumenn [...] óeirðir stóðu yfir í borginni í þrjá sólarhringa eftir að lögregla skaut til bana þeldökkan ungling...

Af hverju er alltaf sérstaklega tekið fram hver húðlitur mannanna var? Það kemur málinu ekki við. Eða ætti a.m.k. ekki að gera það. Ef rannsókn leiðir seinna í ljós að orsakirnar voru kynþáttaósætti er kannski eðlilegt að taka það fram. En þegar fréttinn berst fyrst er hún bara um árekstur milli nokkurra manna. Hvort sem þeir eru hvítir eða svartir á ekki að vera fréttnæmt.

Engin ummæli: