mánudagur, desember 22, 2003

Jólasveinn

Já ég held ég hafi áttað mig á vandamálinu með árekstur íslensku jólasveinanna og þess ameríska. Vandann má rekja til bágrar þýðingar eða leti við nýyrðasmíði. Sankti Nikulás er ekki jólasveinn og átti aldrei að vera kallaður það. Ef jólasveinarnir okkar 13 hefðu fengið að halda sínu nafni í friði og þessi í rauðu fötunum hefði haldið Nikulásarheitinu, eða hlotið nýnefni, hefði auðveldlega verið hægt að halda þessum tveimur menningarafbrigðum aðskildum. Í staðinn sitjum við uppi með þennan rugling.

Engin ummæli: