Persónulegur örannáll ársins 2003
Óvæntasta ánægjan:
Vel heppnuð skyndi-Parísarferð með vikufyrirvara.
Mestu vonbrigðin:
Að fá bara 7,5 í jólaprófinu í sögu/félagsfræði. Já mér fannst það skítt! Auk þess voru reyndar líka nokkur vonbrigði hve fáir af mínum félögum fóru í 5.bekkjar ferðina.
Mesta lífsreynslan:
Sumarvinnan á Víðinesi, fyrsta vinnan sem var bæði skemmtileg, gefandi og skaplega launuð.
Dugnaðurinn:
Að fara tvisvar til útlanda um sumarið en eiga samt 170.þúsund kr. eftir í byrjun skólaársins.
Fullorðinslegasti verknaðurinn:
Fyrsti yfirdráttur ævinnar tekinn. Bankakonan ætlaði fyrst ekki að leyfa mér það, teljandi mig vera of unga.
Ólíklegasta framapotið:
Að gerast bekkjarráðsmaður. Hafði aldrei ætlað mér slíka vitleysu, en það reyndist ekkert svo slæmt.
Sveittustu stundirnar:
Bátsferðirnar til og frá Santorini, Aþenu og Sanmaria. Mikið klístur, mikið ryk, mikill pirringur, sofið á gólfinu. Mjög eftirminnilegt.
Mestu hrakfarirnar:
Að vera svo gott sem kastað að heiman í nokkrar vikur þegar herbergið mitt var tæmt og því breytt í þvottageymslu.
Erfiðasta fréttin:
Þegar afi greindist skyndilega með krabbamein sem mun líklegast ríða honum að fullu innan árs. Hættið að reykja krakkar!
Mestu mistökin/Eftirsjáin:
Að biðja ömmu og afa um að vera í samband við mig um sumarferð vestur á firði, en beila síðan á þeim og missa þar með síðasta tækifærið til að ferðast með afa eins og í þá gömlu, góðu.
Uppskeran:
Að hafa kynnst góðu fólki enn betur og styrkt ýmis vináttubönd. + að fá 3x9,5 á jólaprófunum.
2003 var hið prýðilegasta ár, ég vil þakka öllum þeim sem deildu því með mér og jafnframt óska ykkur farsældar etc.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli