Næturbrölt
Atvik 1
Undirrituð vaknar við að Önni er að tala
Önni: Er einhver bók þarna?
Una: Hvað segirðu?
Önni (æsir sig): Er einhver bók þarna?
Una: Hvaða bók...hvar?
Önni (enn hærra) ER EINHVER BÓK?
Una: (Þreifar á gólfinu) Nei það er engin bók.
Önni (snýr sér á hina hliðina) jæja það var gott.
Atvik 2
Vekjaraklukkan hringir
Una: Jæja Önni minn
Önni: Mmmmbled
Una: Ha?
Önni: Varstu ekki að segja að þetta verk væri samið fyrir píanó?
Atvik 3
Í jólafríinu.
Una: Jæja klukkan er bara orðin tólf
Önni: (metnaðarfullur) Já þá getum við haldið áfram
(snýr sér á hina hliðina)
Atvik 4
Undirrituð vaknar um miðja nótt við að ýtt er við henni
Önni: Ég þarf að komast út á gólf!
Una: Ha?
Önni: (æsir sig) Ég þarf að komast út á gólf!
Una: Út á gólf...af hverju?
Önni: (enn hærra) ÉG ÞARF AÐ KOMAST ÚT Á GÓLF!
Undirrituð rís upp og Önni fer út á gólf. Þess má geta að úr rúminu er vel hægt að komast út á gólf án þess að rúmfélagi þurfi að færa sig.
Öllum atvikum hefur gerandinn gleymt algjörlega þegar hann kemst til meðvitundar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli