föstudagur, febrúar 27, 2004

Gaudeamus

Mér hefur alltaf þótt dálítið leiðinlegt þegar þetta blessaða lag er ofsungið, eins og t.d. í keppninni í gær. Gott og blessað að syngja það í lokin en óþarfi að gaula það inni í miðri keppni. Sérstaklega eins og útkoman var, hræðilega ósamhæfð og fölsk. Óskandi væri að Róðrafélagið gæti fundið ný stuðningslög til að auka við fjölbreytnina og tæki klapplið MA til fyrirmyndar. Gaudinn er samt hið ágætasta lag og mér finnst reyndar alltaf jafnfyndið hvað fólk sem er ekki í skólanum gengst upp í að hata það. En ég get kannski ekkert sagt því ég hata "viva vessló" lagið af öllu hjarta.

Svo fannst mér hálfneyðarlegt þegar myndbandið sagði frá salnum "þar sem Jón Sigurðsson mælti hin frægu orð "Vér mótmælum allir"" , eins og það væri bein tilvitnun í hann. Ekki að það sé rangt, eflaust sagði hann þetta ásamt öllum hinum, en þetta virkar alltaf eins og fólk telji hann hafa sagt þetta í pontu.

En að öllu tuði slepptu var þetta skemmtileg keppni og nú bíð ég bara spennt eftir að Oddur hössli út á hana.

Beygingarmynd dagsins: Ilina

Engin ummæli: