mánudagur, mars 22, 2004

Agaleysi

Í dag hefði ég þurft að gera eftirfarandi:

A) Flytja bókmenntafyrirlestur
B) Taka frönskupróf
C) Flytja íslenskufyrirlestur
D) Taka sögupróf
E) Hlaupa tjarnarhringinn í leikfimi
F) Skila Faunumyndum tilbúnum til prentunar kl.14:30
G) Skila uppsettri titilsíðu 6.A til prentunar
H) Skrifa grein um fiðluballið í Skinfaxa


Þetta vofði yfir mér alla helgina og stressaði mig mjög. Í ofanálag hef ég verið haldin miklum verkjum í augunum í rúma viku, sem gera mér erfitt fyrir að lesa og virðast ekki ætla að linna. Svo á ég við visst agavandamál að stríða hvað varðar nám. Mér tekst reyndar að vinna bug á því þegar ég er undir pressu að ljúka einhverju af, en þegar ég er undir pressu að gera margt er niðurstaðan yfirleitt sú að ég geri ekkert, en ligg upp í rúmi með magaverk af stressi, eða þá að ég geri nokkra hluti mjög illa.
Í þetta skiptið tókst mér að gera A, C, E og eiginlega F. Nú er ég með samviskubit. Skemmtilegur dagur.

Beygingarmynd dagsins: Norsurum

Engin ummæli: