mánudagur, mars 22, 2004

Kynferðisleg áreitni

Ég skráði mig inn á msn í fyrsta skipti í margar vikur. Á listanum var ókunnugt nafn, Mario Benessi, með gælunafnið deep progression. Ekki veit ég hvernig þessi maður komst inn á listann minn, kannski hef ég hleypt honum þangað í hugsunarleysi. Af forvitni byrjaði ég að spjalla við hann, spyrja hverra manna hann væri og hvernig við þekktumst. Hann reyndist vera frá katalóníuhéraði. Þetta virtist vera ágætistækifæri til að æfa spænskuna mína. En kurteisihjalið hafði ekki varað lengi þegar hann tók að gerast ágengari, byrjaði eitthvað að tala um að sjúga og sleikja og eitthvað sem hann gerir við stelpur. Ég skildi ekki samhengið. Svo sagði hann:

"esa es mi pija"

sem hlýtur að þýða, "þetta er besefi minn" ** því hann varpaði um leið upp afar gróteskri mynd af þrútnum getnaðarlim. (Sem ég tel ólíklegt að sé hans eigin, sökum stærðar hans.) Mér gafst lítið færi á að spyrja hann frekar út í þessa fullyrðingu, því hann skráði sig út áður en ég gat sagt "donde está la sanitaria?" hvað þá meira. Þessi ungi maður fyllir sem sagt fjölmennan flokk svokallaðra perverta. Ekki á hverjum degi sem maður fær að hitta einn slíkan.

** Þetta er skemmtilegt í ljósi þess að framburður orðsins "pija" er afar svipaður íslenska orðsins "píka" þótt áherslumunur sé á merkingunni, eins og lesendum er fullkunnugt um.

Engin ummæli: