föstudagur, mars 19, 2004

Gettu betur

Verður maður ekki að blogga um þetta? Ég hélt alltaf að þegar MR myndi tapa yrði ég og allir aðrir í losti. Svo var hinsvegar ekki og tel ég það til marks um hversu tímabært þetta var orðið. Ég var reyndar rosalega stressuð framan af keppni, en undir það síðasta var ég orðin nokkuð róleg og merkilegt nokk þá var þetta bara vissur léttir. Jafnvel skemmtilegt. Mér var reyndar ekki skemmt yfir sumum úr hópi Borghyltinga sem höguðu sér afskaplega barnalega og görguðu dónaskap og svívirðingar. Þau voru skólanum næstum jafnmikið til skammar eins og liðið sjálft var honum til hróss. En jæja. Auðvitað er allaf skemmtilegast að vinna. En að tapa var alls ekki eins slæmt og ég hafði búist við.

Með hliðsjón af því fannst mér áhugaverður fréttaflutningurinn á Stöð 2 áðan. Þar var sýnt stutt myndskeið frá því þegar þeir álpuðust inn í tíma til okkar án þess að láta vita á undan sér, með myndavélina kveikta og tóku n.k. "paparazzi" myndir af Snæbirni að borða. Þulurinn lýsti því yfir að stemningin í skólanum hefði verið lágstemmd, en ég varð reyndar ekki vör við að hún væri öðru vísi en venjulega. Fólk var almennt mjög kátt og hresst eftir vel heppnað djamm.

Engin ummæli: