mánudagur, apríl 05, 2004

04.04.04

Í gær var ég mæld af í 19.skiptið og bakaði köku af því tilefni. Afmælisdagurinn minn var einnig vinsælasti fermingardagurinn í ár vegna gríðarsvalrar dagsetningar. Í tilefni dagsins ákvað nágranni minn að tippla nakinn um íbúðina sína eftir að dimmt var orðið. En nú kárnar gamanið, skólafélagar mínir eru komnir með 2.daga forskot á mig í lærdómi fyrir stúdentspróf og ég er farin að vakna með alvarlegan kvíðahnút í maganum á hverjum morgni. Áður en íslenskan byrjar verð ég samt að klára spænskuritgerð. Ég hef hugsað mér að tileinka mér viðhorfið "einkunnirnar skipta hvort eð er engu máli, bara að klára þetta" til að fá ekki magasár.

(Innskot sálfræðinema: Ef líkaminn þjáist af streitu dregur úr framleiðslu noradrenalíns sem getur valdið magasári)

Beygingarmynd dagsins: upppeppum

Engin ummæli: