miðvikudagur, apríl 21, 2004

Dimissio

Við gengum fylktu liði að stjórnarráðinu, sungum nallann og æptum áróðursóp. Eftir að ruslabílarnir hafa skilað okkur af sér verður stefnan tekin á vessló þar sem barist verður gegn auðvaldinu. Síðan í kröfugöngu niður laugaveginn, bekkjarferð í Ríkið þar sem keyptur verður rússneskur vodki, áróðursfundur framan við Alþingishúsið og svo endum við heima hjá Tomma. Góður dagur. Kæra Sovétmóðir, lifi byltingin.

Engin ummæli: