þriðjudagur, maí 04, 2004

Stundum er svo margt fallegt í heiminum

Til dæmis þegar ég sit í gluggakistunni á Íþöku með ullarteppi yfir mér og les. Himininn er ótrúlega fallegur þótt það sé snjókoma í maí og úti á túni er miðaldra maður í frakka að leika sér við hundinn sinn og dettur svo úr öðrum skónum. Ég er að hlusta á notalega tónlist og horfi á hnakkana á hinum í lessalnum, sem ég þekki alla. Fremst situr litli bróðir minn sem ég var að gefa tyggjó í ellefta skiptið í dag. Nú er hann orðinn vinur vina minna. Fyrir miðjum salnum, fyrir neðan ramma sem í stendur SILENCIUM - ÞÖGN hangir rauður fáni með hamri og sigð síðan bekkurinn minn dimmiteraði. Á svona stundum þykir mér voða vænt um veru** mína í MR, þrátt fyrir að vera í miðjum stúdentsprófum og latínan nálgist ískyggilega hratt.

**Veitið stuðluninni athygli

Engin ummæli: