föstudagur, maí 07, 2004

Prófageðveikin

Klukkan hálftíu er Snæbjörn byrjaður að hlaupa og stökkva á milli borðanna á Íþöku. Gunnar hraðflettir 4.bekkjar stærfræðibókinni sinni og hlær geðveikislega. Ég uppgötva að súlurnar lykta eins og fjölvítamín að ofanverðu. Snæbjörn vegur salt á einum stólanna og æpir. Sigurjón fullyrðir að höfuðið á honum sé fullt af froðu. Ég fæ flís í rasskinnina af gömlu stólunum sem eru víst verndaðir. Snæbjörn og Gunnar eru byrjaðir að tefla, Gunnar öskrar aggressívur "Skák, SKÁK! MÁT! SKÁK!" Snæbjörn er lokaður inni í lessal með slökkt ljósin, riður um koll stólum í móðursýkisskasti og hleypur á hurðina svo hún opnast í andlitið á Sigurjóni. Við hlæjum. Klárum skákina í sameiningu. Mér tókst ekki að komast yfir jafnmikla latínu og ég ætlaði mér.

Beygingarmynd dagsins: Heraga

Engin ummæli: