mánudagur, ágúst 30, 2004

Heimskt, heimaalið barn.

Í síðustu viku las ég dálk í Fréttablaðinu skrifaðan af Henry Birgi Gunnarssyni blaðamanni, sem bloggaði frá Aþenu á meðan Ólympíuleikunum stóð. Innleggg hans 23.ágúst fannst mér sérstaklega áhugavert, en þar talar hann mjög hneykslaður um þá reglu að sturta klósettpappírnum ekki niður heldur setja hann í ruslið. Þetta virtist koma honum virkilega á óvart, eins og hann hefði aldrei heyrt um þennan sið áður. Hann virtist líka halda að þetta ætti einungis við um Aþenu, og það bara í Ólympíuvikunum, eins og þetta væri einhver tímabundin redding, en ekki venja alls staðar í Grikklandi sem og á grísku eyjunum allan ársins hring. Og ekki bara þar heldur víða í Evrópu, þar á meðal sums staðar á Ítalíu, í stórum hluta Suður-Ameríku og víðar. Henry Birgi ofbauð þessi beiðni Grískra yfirvalda, sagðist ekki detta í hug að gera þetta og þeir gætu bara leyst sín skítamál öðruvísi.

Mikið hlýtur að vera gaman að ferðast með þessum manni. Ég skil ekki hvers vegna fólk sem ekki er reiðubúið að aðlagast breyttu umhverfi er að ferðast yfir höfuð. Fólk sem áttar sig ekki á að það er ekki alltaf allt, allstaðar eins og heima hjá þeim á að minnsta kosti að hafa vit á því að flagga ekki fávisku sinni og sýna umburðarlyndi.

Kverúlantuna.

Engin ummæli: