miðvikudagur, september 08, 2004

Háskóli Íslands.

Kennararnir mínir eru frábærir, allir með tölu og hingað til hafa tímarnir verið mjög skemmtilegir. Að undanskildum síendurteknum útskýringum á heimasvæðinu og póstfangi, sem ég var búin að kynna mér löngu áður en ég byrjaði í skólanum. Það sem ég þarf hinsvegar að læra inn á er hvað ég á eiginlega að gera í frímínútum og hádegishléi. Mig langar að hitta meira af fólki sem ég þekki og borða nesti með þeim. Það vantar alveg eina notalega I-stofu og Cösukjallara í þennan háskóla.

Beygingarmynd dagsins: Bíði

Engin ummæli: