miðvikudagur, september 22, 2004

Undirheimar atvinnulífsins

Í gær sá ég á mbl.is starfsheiti sem ég hef ekki heyrt um áður. Er boðið upp á nám til flugvélanörds hér á Íslandi? Ætli það sé vel borgað að starfa sem flugvélanörd? Þurfa flugvélanörd að uppfylla einhverjar sérstakar hæfniskröfur eða dugir hvaða nörd sem er? Ætli flugvélanörd mættu mæta á árshátíð flugumferðastjóra, eða yrðu þau lamin?

Engin ummæli: