fimmtudagur, september 23, 2004

Þessar ömmur

Ég skrapp af bókhlöðunni heim til ömmu og afa áðan, til að fá lánaðar bækur hjá þeim. Þau voru að sjálfsögðu úti þegar ég kom en fylgdu mér inn og amma fór að grúska og hlaða á mig bókum og blaðaúrklippum. Ég afþakkaði rúgbrauð með eggi og skyr, en fékk sko ekki aldeilis að fara þaðan tómhent. Amma pakkaði inn randakökusneiðum og tók til bláber í krukku, rjóma, sykur í krukku og plastskálar fyrir mig og Önna. Það gengur náttúrulega ekki að krakkarnir fari svangir að læra á bókhlöðunni.

Beygingarmynd dagsins: -firskt sbr. vestfirskt.

Engin ummæli: