Gerviþarfir
Frá og með næsta mánudegi munum við Önni passa kött frænku hans í 4-5 vikur. Kettinum fylgir tveggja hæða hús í Kópavogi og bíll sem við munum hafa umsjón með líka. Um daginn sat ég í mjúkum sófa með rauðvínsglas í hönd og hafði áhyggjur af því að á þessu nýja skammtímaheimili væri líklegast ekki þráðlaus nettenging fyrir nýju, fínu fartölvuna mína, sem ég fékk gefins fyrir að slæpast í menntaskóla í 4 ár. Svo skammaðist ég mín og áttaði mig á hvað ég hef það gott. Sama hversu maður er dekraður er alltaf hægt að óska sér einhvers frekar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli