Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
miðvikudagur, október 27, 2004
Áðan heyrði ég lagið Þórður eftir Sverri Stormsker í útvarpinu. Ég hafði ekki heyrt það mjög lengi og var eiginlega búin að gleyma því. Mamma sagði mér að einhvern tíma þegar ég var lítil og heyrði þetta lag í útvarpinu (það var útgefið 1988, sennilega hefur það verið eitthvað um það leyti eða aðeins seinna) þá hafi ég farið að skæla. (Já ég veit, ég er viðkvæmt, lítið blóm.) Þótt lagið hreyfi kannski ekki alveg jafnmikið við mér nú, þá finnst mér það samt fallegt. Það er eitthvað svo yndislega tregafullt við það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli