Þynnkubani
Fátt er betra á laugardagsmorgni en að slappa af og horfa á Babe; Pig in the City. Lítill grís með göfugt hjarta, mýs sem syngja Edith Piaf, útbrunnir sjimpansaskemmtikraftar sem kyssast, mafíuhundur (Anything the pig says, goes.) og síðast en ekki síst orangútaninn Thelonius, með axlabönd og gullúr. Ekkert er fyndnara en apar í fötum, nema ef vera skyldi dýr með skonsur á höfðinu. Svo er þemalagið æðislegt og senan þegar kona bóndans skoppar um hátíðarsalinn í uppblásnum trúðabuxum er eitt það fyndnasta sem ég hef séð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli