mánudagur, nóvember 29, 2004

Það er nú bara þannig...

...að ég nenni hreint ekki að byrja að læra. Ekki á meðan ég hef bloggsíður að lesa, msn til samskipta og reyndar, ef því er að skipta, loftið til að horfa á og höfuðið til að klóra í. Hinsvegar er það líka þannig að þegar ég á annað borð ríf mig upp á rassgatinu og byrja að læra, þá finnst mér það alltaf gaman. Ég opinbera það hér í þessari færslu sem áminningu, til að hafa vit fyrir sjálfri mér.

Fleira var það ekki heillin.

Beygingarmynd dagsins: Umlukin

Engin ummæli: