Ég er að hugsa um að stytta hárið á mér um ca.20 sentímetra og klippa á mig topp. Væri það óðs manns æði? Feigðarflan? Blint rennsli í sjóinn? Stundarbrjálæði? Gröftur minnar eigin grafar? Síðasti naglinn í líkkistu minni? Ólán sem ekki ríður við einteyming? Gárunga glys?
Eða væri það rós í hnappagatið? Mergur málsins? Eins og hanski að hönd? Vel úr garði gert? Skrautfjöður í hatt minn? Mitt rétta andlit? Gulli betra? Gæfa og gjörvileikur?
Ég er hreint ekki viss.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli