miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Ég hef verið í svo yndislega sársaukafullu, melankólísku skapi, síðan það byrjaði að snjóa í gær. Það er fallegt úti. Ég kann svo vel við hvernig snjórinn marrar undir fótunum á mér og að heyra umhverfishljóðin dempast. Mig langar út í göngutúr en ég veit ekkert hvert ég á að ganga hérna í Kópavoginum, ég þekki illa til hérna og er lítið hrifin af umhverfinu. Mig langar heim í Mosfellsbæinn að ganga um gamalkunnar slóðir, niður á tún og út í vík, eða upp að Álafossi og inn að Reykjalundi, sem ég hef gengið svo oft þegar svona liggur á mér.

Engin ummæli: