sunnudagur, desember 19, 2004

Sem konu mæta mér mörg vandamál. Nú stend ég frammi fyrir því að eiga þó nokkur mismunandi skópör, sem öll eru ágæt til síns brúks. Hinsvegar passar ekkert þeirra, ekki eitt einasta, við jólakjólinn minn, sem ég fékk að gjöf frá foreldrum mínum síðustu jól. Eins og hetjur íslendingasagnanna þarf ég því að velja milli tveggja slæmra kosta; annars vegar að klæðast kjólnum skólaus, ellegar í óstílíseruðum skóbúnaði. Hinsvegar að kaupa mér enn eitt rándýra skóparið. Ó hvílík armæða, hvílíkt hlutskipti.

Engin ummæli: