miðvikudagur, desember 15, 2004

Unglingar...

...eru fyndin fyrirbæri. Þá á ég við snemmbúna unglinga á gelgjunni, og sérstaklega unglingsstráka. Þeir eru oft svo ólukkulegir greyin, bólóttir með skrýtna rödd og hálfmótaða líkama. Ég verð oft vör við 'óæskilegar hópmyndanir' þeirra í kringum bensínstöðina og bakaríið í hádegishléum. Oftar en ekki eru þeir hálfæpandi hver á annan, á kjánalegan hátt, með háum og gjarnan taugaóstyrkum hláturrokum. Forðast að horfa í augun á manni og þakka sjaldnast afgreiðslufólkinu fyrir sig. Vita ekki alveg í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, vonandi að engum nálægum finnist þeir asnalegir. Telja sig vita svo margt en vita í raun svo lítið. Átta sig seinna á því hve skammt þeir voru komnir á þroskabrautinni, þótt þeir haldi annað núna. Fyndið fólk.

Engin ummæli: