mánudagur, desember 13, 2004

Vel sett

Samkvæmt séð og heyrt vísindanna; Lifandi vísindum ; þá hafa rannsóknir sýnt fram á að sérhljóðar skilji á milli þeirra mannanafna sem eru sexý og þeirra sem eru það ekki. Eins og í lífinu sjálfu er þar mismunur á kynjunum, því karlmannsnöfn með sérhljóðunum /i/ og /e/ þykja kynþokkafyllst, á meðan kvennöfn með sérhljóðunum /o/, /u/ og /a/ bjóða af sér mesta þokkann.

Mér þykir því sýnt að hljómurinn einn af nafni mínu ætti að nægja til að vefja karlmönnum um fingur mér.

Engin ummæli: