föstudagur, febrúar 04, 2005

Mitt hús, í miðju götunnar

Mikið er óheppilegt að einmitt núna, þegar kemur að þeim aldri að flutningur úr foreldrahúsum er handan við hornið, þá skuli fasteignaverð vera í hámarki. Og stefnir jafnvel hærra. Ekki kæri ég mig um að kaupa 40fm íbúð á 13 milljónir og láta hana svo hrynja í verði á næstu árum. Sussubía. Kannski maður hangi bara hjá mömmu og pabba þar til lægir.

Engin ummæli: