fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Paté

Fyrr í kvöld fóru að heyrast töluverð læti frá götunni hérna hinum meginn við garðinn minn. Ýmislegt benti til þess að þar væri partý í gangi og nú fer það ekkert á milli mála lengur. Allir eru augljóslega orðnir haugafullir og hafa af einhverjum ástæðum ákveðið að flytja partýið út á götu. Í frostið. Ég sé þau frá birtu ljósastaursins sem þau húka undir. Krakkar með bjórflöskur sem skakklappast um og garga og skrækja. Ótrúlega mikil læti í þeim. Ég blótaði þeim í huganum þar til ég heyrði rammfalskan en einlægan drykkjuhópsöng þeirra. Yfir Mosfellsbæinn bergmálar Gaudinn og "Fyrst kemur MR, MR, MR, svo kemur MR, MR, MR, síðan kemur MR, MR, MR, ENDALAUST!" Fullir MR-ingar. Það mýkti mig aðeins, þótt ómurinn frá þeim sé leiðinlegur. Ætli þau verði ekki lögð af stað á árshátíð eftir klukkustund. Megi þau skemmta sér vel.

Engin ummæli: