þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Öðru vísi mér áður brá

Nú hefur internetið brugðist mér. Margra ára notkun hefur byggt upp hjá mér fölskvalaust traust á þessum miðli, sérstaklega með aukinni tilfærslu þangað á daglegum starfa; svo sem samskiptum við mína nánustu, lestri á morgunblöðum, námsgagnaleit, bankaviðskiptum, pilluáminningu, verslun, skemmtan og fleiru. Í dag hinsvegar, í minni hundraðþúsundustu gúglun, fann ég ekki nema eina mynd af loðnum augum. Hvílík vonbrigði, hvað varð um það að á internetinu væri allt að finna? Sama hversu ég breytti leitarorðunum fannst bara ein mynd af loðnum augum, og hún var fótósjoppuð. Illa fótósjoppuð. Það er sárt þegar krosstrén bregðast.

Beygingarmynd dagsins: Misfer

Engin ummæli: