miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Töff

Í dag hef ég skartað forlátra plástri á þumalfingri vinstri handar. Í seinni tíð gerist það æ sjaldnar að maður þurfi á plástrum að halda, sem er synd að vissu leyti því þeir eru dálítið skemmtilegir. Þegar ég var lítil þótti mér mjög töff að vera með plástur, og jafnvel enn flottara að hafa ör. Enn eimir eftir af þessu viðhorfi. Í hitteðfyrra sumar tókst mér að skera mig á öllum fingrum annarar handar í einu og gekk því með 5 plástra. Þrátt fyrir að þeir bæru merki um klaufaskap minn fannst mér þeir líka hafa sinn sjarma, svona innst inni. Það sama má segja um þumalplásturinn núna, ég er nokkuð sátt við hann og er ekki frá því að hann geri mig sjóaðari í útliti.

Beygingarmynd dagsins: Blækur

Engin ummæli: