miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Simon & Garfunkel



Skemmtilegt hvernig maður verður stundum húkkt á einhverri ákveðinni tónlist á tímabili. Framan af 4.bekk í MR var ég alveg húkkt á þessum félögum. Svipað var uppi á teningnum í 10.bekk, sem einkenndist af tónlist Sigurrósar. Í 3.bekk dustaði ég rykið síðan í 9.bekk af Pink Floyd, en skipti þeim svo út fyrir Muse, sem duttu upp fyrir þegar ég kynntist Jeff Buckley. Svona hélt þetta áfram og tók á sig ýmsar sérkennilegar myndir. Einhvern tíma var það Air sem átti helst upp á pallborðið, Smashing Pumpkins, Emelíana Torrini osfrv. Síðasta sumar tók ég heilan mánuð í ekkert annað en Vilhjálm Vilhjálmsson. Svo þegar maður hlustar á þetta seinna þá rifjast upp hugarástandið sem varð til þess að maður tók ástfóstri við þessa tilteknu tónlist til að byrja með.

Undanfarnar vikur hafa Simon og Garfunkel komið sterkir til leiks aftur. Ætli uppáhaldslögin séu ekki Scarborough Fair, America, A Hazy Shade of Winter, Wednesday Morning 3 a.m. og Homeward Bound. The Sound of Silence er alltaf traust líka. Þó hef ég aldrei fílað Bridge over Troubled Water. Allavega, ég mæli með þeim.

Engin ummæli: