Ein schwedisches Auto
Um daginn naut ég þeirra forréttinda að fá að keyra um í bíl "tengdamóður" minnar eina kvöldstund. Urðu þá nokkur straumhvörf í mínu lífi. Þeir bílar sem ég hef keyrt í gegnum tíðina eru allir beinskiptir, að gamalli Hyunday-druslu undanskilinni auk Pajerosins hans afa. Bíll tengdamóður minnar er hinsvegar Volvo S60, árgerð 2002-eða 3. Kannski enginn kaggi en samt alveg ný reynsla fyrir mig. Í fyrsta skipti naut ég þess alveg fram í fingurgóma að sitja undir stýri og finna sætisleðrið braka undan mér. Aldrei hef ég fundið bíl taka við sér jafnþýðlega og af jafnmiklum krafti. Svo botnaði ég auðvitað helvítið og hann bókstaflega tætti upp brekkurnar. Einhvern daginn kemur að því að ég eignast munúðarfullan og húsbóndahollan BMW sem mun svífa með mig um götur borgarinnar.
Beygingarmynd dagsins: Knúsuð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli