fimmtudagur, apríl 07, 2005

E-bay

Ég gerðist skráður e-bay notandi í gær og hef verið mjög upptendruð síðan. Til að prófa mig áfram bauð ég í gullfallegan gulan sumarkjól. Ég sat ein að honum með rétt svo 45$ boð allt þar til 3klst. voru eftir. Þá fékk ég keppinaut sem að lokum sigraði mig því ég var ekki tilbúin að fara upp fyrir 60$. Það var visst spennufall að verða af kjólnum því ég var farin að sjá sjálfa mig fyrir mér dansandi um sumarbjört stræti Reykjavíkur og sveiflandi pilsinu. Ég bauð líka í glænýjan Karen Millen topp, lágmarksverð á honum var lítil átta pund en ég var of sein, hann seldist á 10. Reyndar er ég enn dálítið skeptísk á þetta. Hvernig getur glænýr Karen Millen toppur selst á 1100kr þegar hann kostar ekki minna en 7 þúsund kr. úti í búð? Ég skil það ekki. En það skiptir svo sem ekki máli. Ég ætla ekki að hætta fyrr en mér tekst að eignast eitthvað og ég er orðin algjörlega húkkt á þessu núna, get ekki hætt að fletta í gegnum þetta. E-bay er eins og flóamarkaður sinnum...milljón...ir. Það er hægt að fá allt þarna og margt mjög flott.
Svo skráði ég mig á Amazon núna áðan í þeim pælingum að kaupa mér bók sem ég hef lengi haft augastað á, en er ófáanleg á Íslandi. Ég er algjörlega að eipa með kreditkortið í annari og internetið í hinni.

Engin ummæli: