laugardagur, apríl 09, 2005

Myndin af mótmælum menntaskólanema, á forsíðu Fréttablaðins í gær, var fyndin. Mér finnst þetta hagsmunafélag menntaskólanema og mótmælin yfir höfuð gott framtak, enda er ég sammála því að stytta eigi grunnskólann frekar en menntaskólann. En stemningin á þessari mynd var eiginlega hálfhlægileg. Þetta var strákur úr ræðuliði versló, með gjallarhorn og hann virtist aðeins vera að tapa sér í múgæsingnum. Eflaust fannst honum mjög gaman að fá að æpa yfir hausamótunum á fólki, en það leit frekar út eins og verið væri að mótmæla þjóðarmorði en styttingu framhaldsskólanna. Kannski hitti ljósmyndarinn bara á óvenjulegt augnablik eða eitthvað. Æsingurinn var allavega í engu samræmi við tilefnið. Frekar fyndið.

Engin ummæli: