sunnudagur, maí 08, 2005

Pizza the Hut

Nú er ég búin að hringja tvisvar sinnum í pöntunarsíma Pizza Hut og aldrei er svarað. Djöfull er það ógeðslega fökkin slappt. Og hvað er málið með að engir pizzastaðir bjóði upp á hvítlauksbrauð? Þvílík ömurð.

Viðbót: Hvítlauksbrauðið fékkst svo á Hróa Hetti í næsta nágrenni. Að vísu bragðast það fremur af salti en hvítlauk. Það er heldur ekki þakið kraumandi mozzarellaosti. Hvítlaukur er stórlega vannýtt hráefni á Íslandi. Það er nefnilega ekkert betra en hvítlaukur. Ef steikja á kjöthakk td er ferskur hvítlaukur, 5 rif minnst, ávísun á góða útkomu. Svei mér ef hvítlaukur eykur ekki bara lífslíkur og hamingjuna líka.

Engin ummæli: