Amma
Foreldrarnir eru í útlöndum sem stendur og ég því búin að skuldbinda mig til að vera heima og taka við hlutverki mömmu hvað varðar skutl og matseld. Skinkfríður Kvaran, litla systir mín, er byrjuð í samræmdum (rændum?) prófum en hefur hinsvegar líka yfirumsjón með hesthúsunum, svo það þarf aðeins að hjálpa henni með þetta. Amma ákvað því að gista hjá okkur í nótt og lét ég henni rúmið mitt eftir. Núna situr hún við eldhúsborðið í fjólubláum náttfötum, með hálsklút; drekkur te og les moggann með hjálp gleraugna og stærðarinnar stækkunarglers. Áður en afi hætti að keyra voru þau amma alltaf hérna, jafnvel svo að margir vinir okkar systkinana héldu að þau byggju hjá okkur. Ég sakna þess að sjá þau svona mikið. Amma hefur góða nærveru og þess vegna finnst mér afskaplega notalegt að hafa hana hérna hjá okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli