Hotmail
Mér er alveg fyrirmunað að skilja að fólk skuli enn skipta við hotmail. Hversu næntís er það? Hotmail býður 2MB ókeypis geymslupláss á meðan flestir aðrir hýslar eru töluvert rýmri og gmail t.d. býður 2GB. Ekki nóg með það, heldur eyðist líka allt út af Hotmail-reikningnum ef eigandinn skráir sig ekki inn í einn mánuð. Þar að auki verða örugglega engin netföng fyrir jafnmiklum ruslpóstsárásum, eins og þau sem hotmail hýsir. Samt sem áður virðist annar eða þriðji hver maður enn halda sig við hotmail. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar sumir héldu að ímeil og hotmail væri sitthvor hluturinn.
"Eru með ímeil?"
"Nei, en ég er með hotmail."
Ég minnist þess meira að segja að hafa lent í rifrildi út af þessum misskilningi. En nú ættu allir að vita að þótt hotmail hafi verið fyrstir, þá eru fleiri og feitari fiskar í sjónum.
Beygingarmynd dagsins: Hýslum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli