Um daginn þegar ég fór í Target stoppaði ég stutta stund við DVD hilluna, hugsandi með mér að ég ætti nú kannski að kaupa mér eina mynd til að horfa á í lappanum. Fyrst ætlaði ég að kaupa Diarios de motociclieta/Motorcycle Diaries. Svo sá ég myndina
Helsti galli hennar er hversu ótrúverðug og tilgerðarleg hún er frá upphafi til enda. Byrjunin lýsir því hvernig Orlando Bloom missir vinnuna og lífslöngunina þegar íþróttaskór sem hann hannaði reynast, einhverra óútskýrðra hluta vegna, vera margra milljóna dollara flopp fyrir framleiðslufyrirtækið. (Ha?) Í kjölfar skóharmleiksins er hann á barmi þess að fremja sjálfsmorð á ótrúlega fáránlegan hátt. Hann endar hinsvegar með því að fara á bernskuslóðir þar sem hann “finnur sjálfan sig” og ástina, í líki Kirsten Dunst. Hún á að vera flippaða og ferska týpan sem veitir honum nýja sýn á lífið, en mér fannst hún bæði pirrandi og leiðinleg. Til að byrja með virtist hún líka vera með suðurríkjahreim (myndin gerist í
Til hliðar við ástarsöguna eru svo alls konar hliðarsögur með persónum sem eru allar óáhugaverðar og samskiptin þeirra á milli ótrúverðug. Eins og Almost Famous er myndin svo full af tónlist sem á að skapa steminguna, nema það misheppnast líka. Mér fannst lagavalið of augljóslega reyna að segja mér “þetta atriðið á að vera fyndið”, “þetta atriði á að vera melankólískt”, nema hvað í öllum tilfellum var mér alveg skítsama. Auk þess er Orlando Bloom næstum því jafnlélegur leikari og Keanu Reeves og til að toppa þetta allt er myndin of löng. Þegar ég hélt hún væri loksins búin var ennþá hálftími eftir.
Hugsanlega gæti ég samt sætt mig við kaup mín á þessum DVD disk ef mér þætti Orlando Bloom ofsalega sjarmerandi, en það hefur mér aldrei fundist. Þessum tveimur tímum hefði því verið betur varið í að horfa á dagatalið sem prýðir núna veggin hjá mér, með svart/hvítum ljósmyndum af James Dean.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli